Markaðsverkefni fyrir íslenskan sjávarútveg

Seafood from Iceland er vettvangur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til að sameinast um markaðssetningu undir sterkri upprunamerkingu.

Með því að nýta sameiginlegan styrk verkefnisins er markmiðið að auka virði og útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum.

Með áherslu á gæði, uppruna og sérstöðu vinnum við saman að því að styrkja orðspor íslenskra sjávarafurða á alþjóðamarkaði.

Skráðu þitt fyrirtæki

Þú velur markaðssvæðin

Í nýju fyrirkomulagi verkefnisins Seafood from Iceland eru þátttökufyrirtæki í lykilhlutverki við að velja þau markaðssvæði sem fjárfest er í, auk þess að taka virkan þátt í markaðsráðum sem móta stefnu og aðgerðir á hverju svæði.  

Þátttökufyrirtæki hafa möguleika á að fjárfesta í allt að þremur markaðssvæðum. Ef þú vilt einbeita þér að einu svæði, getur þú ráðstafað allt að  70% fjármagni  í það svæði. Þitt fyrirtæki mun þá einungis sitja í markaðsráði þess svæðis. 30% af fjármagninu fer í kjarnastarf verkefnis sem byggir sameiginlegan grunn fyrir markaðsstarf íslenskra sjávarafurða og allir þátttakendur hafa aðgang að. 

Skrá mig í verkefnið

Umsagnir frá þátttakendum


Þátttaka í verkefninu veitir fyrirtækjum einstakt tækifæri til að auka sýnileika og virði íslenskra sjávarafurða á alþjóðamarkaði með sameiginlegu markaðsstarfi sem byggir á gæðum, uppruna og sjálfbærni.
- Helgi Már Jónsson, Brim.

Þátttaka í verkefninu veitir fyrirtækjum einstakt tækifæri til að auka sýnileika og virði íslenskra sjávarafurða á alþjóðamarkaði með sameiginlegu markaðsstarfi sem byggir á gæðum, uppruna og sjálfbærni.
- Andrea Jónsdóttir, Atlantic Fish.

Þátttaka í verkefninu veitir fyrirtækjum einstakt tækifæri til að auka sýnileika og virði íslenskra sjávarafurða á alþjóðamarkaði með sameiginlegu markaðsstarfi sem byggir á gæðum, uppruna og sjálfbærni.
- Guðni Björnsson, Iceland Seafood.

Myndbönd tengd verkefninu

Bacalao de Islandia

Saltaðar þorskafurðir í Suður-Evrópu verkefnið hefur verið rekið frá árinu 2018. Hluti af verkefninu eru kokkaskólakeppnir þar sem nemar elda úr íslenskum þorski í Portugal, á Ítalíu og Spáni.

Erindi um Seafood verkefnið

Björgvin Þór Björgvinsson talar á Sjávarútvegsráðstefnunni 2024 um mikilvægi þess að halda á lofti uppruna íslenskra sjávarafurða í erlendri markaðssetningu.

Fishmas herferðin

Hér má sjá samantekt frá skemmtilegu Fishmas herferðinni sem keyrð var bæði á Bretlands- og Frakklandsmarkaði. Það er alltaf rétti tíminn fyrir íslenskan fisk!

Featured image

Bacalao de Islandia kokkaskólakeppni


Íslenskur saltfiskur hefur lengi notið vinsælda í Suður-Evrópu. Bacalao de Islandia er markaðsverkefni sem Íslandsstofa og Íslenskir saltfiskframleiðendur (ÍSF) höfðu frumkvæði að árið 2013 til kynningar á söltuðum þorskafurðum á Spáni, Portúgal og Ítalíu, og hefur fest sig í sessi síðan.

Frá og með 2019 er þetta verkefni hluti af Seafood from Iceland. Ávinningur af þessu markaðssamstarfi felst í meiri slagkrafti í kynningu og samhæfingu aðila á markaði í harðnandi samkeppni.

Horfa á myndband
Featured image

Bacalao de Islandia kynningarmyndband


Íslenskur saltfiskur hefur lengi notið vinsælda í Suður-Evrópu. Bacalao de Islandia er markaðsverkefni sem Íslandsstofa og Íslenskir saltfiskframleiðendur (ÍSF) höfðu frumkvæði að árið 2013 til kynningar á söltuðum þorskafurðum á Spáni, Portúgal og Ítalíu, og hefur fest sig í sessi síðan.

Frá og með 2019 er þetta verkefni hluti af Seafood from Iceland. Ávinningur af þessu markaðssamstarfi felst í meiri slagkrafti í kynningu og samhæfingu aðila á markaði í harðnandi samkeppni.

Horfa á myndband

Tengiliður

Björgvin Þór Björgvinsson

Fagstjóri sjávarútvegs og matvæla

Taktu þátt í Seafood from Iceland verkefninu