Markaðsverkefni fyrir íslenskan sjávarútveg

Seafood from Iceland er vettvangur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til að sameinast um markaðssetningu undir sterkri upprunamerkingu.

Með því að nýta sameiginlegan styrk verkefnisins er markmiðið að auka virði og útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum.

Með áherslu á gæði, uppruna og sérstöðu vinnum við saman að því að styrkja orðspor íslenskra sjávarafurða á alþjóðamarkaði.

Skráðu þitt fyrirtæki

Taktu þátt í Seafood from Iceland verkefninu

Steinar Þór Ólafsson, sérfræðingur í samskiptum og miðlun hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Björgvin Þór Björgvinsson, fagstjóri sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu, segja hér í stuttu máli frá Seafood from Iceland verkefninu, praktískum atriðum sem tengjast þátttöku og ávinningi fyrirtækja sem kjósa að vera með í verkefninu.

Þú velur markaðssvæðin

Í nýju fyrirkomulagi verkefnisins Seafood from Iceland eru þátttökufyrirtæki í lykilhlutverki við að velja þau markaðssvæði sem fjárfest er í, auk þess að taka virkan þátt í markaðsráðum sem móta stefnu og aðgerðir á hverju svæði.  

Þátttökufyrirtæki hafa möguleika á að fjárfesta í allt að þremur markaðssvæðum. Ef þú vilt einbeita þér að einu svæði, getur þú ráðstafað allt að  70% fjármagni  í það svæði. Þitt fyrirtæki mun þá einungis sitja í markaðsráði þess svæðis. 30% af fjármagninu fer í kjarnastarf verkefnis sem byggir sameiginlegan grunn fyrir markaðsstarf íslenskra sjávarafurða og allir þátttakendur hafa aðgang að. 

Skrá mig í verkefnið

Ummæli frá þátttakendum

Með áherslu á gæði, uppruna og sérstöðu vinnum við saman að því að styrkja orðspor íslenskra sjávarafurða á alþjóðamarkaði.
Guðrún Pálsdóttir, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Með áherslu á gæði, uppruna og sérstöðu vinnum við saman að því að styrkja orðspor íslenskra sjávarafurða á alþjóðamarkaði.
Sigurður Björnsson, Brim.

Með áherslu á gæði, uppruna og sérstöðu vinnum við saman að því að styrkja orðspor íslenskra sjávarafurða á alþjóðamarkaði.
Halldóra Guðmundsdóttir, Icelandic.

Myndbönd tengd verkefninu


Er enginn að gera neitt?

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hóf 5 ára samstarf við Íslandsstofu um markaðsverkefnið Seafood from Iceland árið 2019. Nú er sá tími að renna út og verkefnið á tímamótum. Hefur okkur orðið ágengt og er ástæða til að halda áfram? Þeim spurningum svarar Steinar Þór Ólafsson,
sérfræðingur í samskiptum og miðlun hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Bacalao de Islandia og CECBI – Þorskur frá Íslandi í Suður Evrópu

Undanfarin 10 ár hafa framleiðendur og Íslandsstofa byggt upp öflugt kynningarverkefni fyrir íslenskan fisk í matreiðsluskólum í Suður Evrópu. Hér segir Kristinn Björnsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsstofu frá stöðunni eins og hún er í dag og möguleikum verkefnisins í framtíðinni. 

Sókn Seafood from Iceland inn á breska markaðinn

Sólveig Arna Jóhannesdóttir er markaðs- og sölustjóri sjófrysta afurða hjá Brim, þar sem hún sér um afurðastjórnun og sölu afurða frystiskipa. Hún situr einnig í verkefnastjórn Seafood from Iceland. Hér segir hún frá sókn Seafood from Iceland inn á breska markaðinn.

Markaðssetning sjávarafurða til erlendra ferðamanna

Íslenskur fiskur er íslensk upplifun – Hér fer Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Íslandsstofu yfir viðhorf erlendra ferðamanna gagnvart íslenskum sjávarafurðum. Hann ræðir hvernig markaðssetning getur hjálpað til við að tengja fiskinn betur við ferðaupplifun gesta, sem og auka hróður vörunnar þegar heim er komið. 

Tengiliður

Björgvin Þór Björgvinsson

Fagstjóri sjávarútvegs og matvæla

Taktu þátt í Seafood from Iceland verkefninu